Espressóblanda Kerfis er úr bestu fáanlegu baunum. Colombia Excelcio, Mexico SHG og Brasilíu Santos. Þetta eru hægvaxandi baunir sem þrífast aðeins í 12-1400 metra hæð og það gerir kaffið einstaklega gott. Bragðnótur eru mjólkursúkkulaði, saltlakkrís, rjómakaramella og kakó. Kaffibaunirnar eru smakkaðar af sérfræðingum áður en þær eru keyptar til að tryggja bestu gæðin. Svo er það smakkað við komu og reglulega úr framleiðslunni. Þetta eru baunir í hágæðaflokki. Baunirnar eru brenndar á Íslandi af sérfræðingum með áratuga reynslu og þekkingu.