Magic er mjög vönduð og stílhrein kaffivél sem gerir mjög góðan bolla. Magic er nýjasta útspil Saeco í þessum stærðarflokki og er endurbætt útgáfa. Ýmislegt hefur verið betrumbætt í þessari  árgerð. Stór snertiskjár, margar uppskriftir og neytendavænn hugbúnaður. Vélin hefur „A class“ orkuvottun.

Magic er sjálfvirk espresso kaffivél. Þú þrýstir á einn hnapp og færð nýmalað kaffi beint í bollann. Hægt er að velja um mismunandi styrkleika á kaffinu. Hægt er að fá heitt vatn úr vélinni. Vélin hefur stóran 4l. vatnstank sem lyft er af með einu handtaki. Korgskúffan tekur 30 „kökur“ og hægt er að nota frá 8,5-15gr af kaffi í hvern bolla.

Hæð: 47cm – Breidd: 28cm, – Dýpt: 48cm
Ath. engin skuldbinding um lágmarkskaup á kaffi en kaffið er verslað hjá Kerfi.