Kaffi

­
  • Aromat Organic Direct er fairtrade og lífrænt ræktað úr 100% sérvöldum arabicabaunum. Kaffið er með bæði lífræna vottun (Evrópulaufblaðið) og fairtrade vottun. Þetta kaffi þarf ekki að geyma í frosti og geymist í 12 mánuði. Vélar sem nota þetta kaffi koma frá Bravilor og heita Rivero 12. Kaffið blandast í hlutföllum 1:25- 1:35 sem þýðir að einn líter getur dugað í allt að 36 lítra af ljúffengu kaffi. Bragðið er silkimjúkt og með frábæru eftirbragði.  
  • Aromat Organic Direct er fairtrade og lífrænt ræktað úr 100% sérvöldum arabicabaunum. Kaffið er með bæði lífræna vottun (Evrópulaufblaðið) og fairtrade vottun. Þetta kaffi þarf ekki að geyma í frosti og geymist í 12 mánuði. Vélar sem nota þetta kaffi koma frá Bravilor og heita Bolero Turbo LV12. Kaffið blandast í hlutföllum 1:25- 1:35 sem þýðir að einn pakki getur dugað í allt að 600 bolla af ljúffengu kaffi. Bragðið er silkimjúkt og með frábæru eftirbragði.
  • Espressóblanda Kerfis er úr bestu fáanlegu baunum. Colombia Excelcio, Mexico SHG og Brasilíu Santos. Þetta eru hægvaxandi baunir sem þrífast aðeins í 12-1400 metra hæð og það gerir kaffið einstaklega gott. Bragðnótur eru mjólkursúkkulaði, saltlakkrís, rjómakaramella og kakó. Kaffibaunirnar eru smakkaðar af sérfræðingum áður en þær eru keyptar til að tryggja bestu gæðin. Svo er það smakkað við komu og reglulega úr framleiðslunni. Þetta eru baunir í hágæðaflokki. Baunirnar eru brenndar á Íslandi af sérfræðingum með áratuga reynslu og þekkingu.
  • 100% Arabica baunir. Þessi ítalska baunablanda er ein nýjasta viðbótin hjá Kerfi. Virkilega vandaðar og bragðmiklar sérvaldar arabicabaunir með rúsínu og berjakeim. Þessi bragðgóðabaunablanda hefur minna kaffein innihald en aðrar baunir frá okkur.
  • þessi 100% arabicablanda er ein nýjasta viðbótin hjá okkur. Þetta eru baunir frá Suður- og Mið-Ameríku ásamt Austur-Afríku. Þetta kaffi hefur sérstaklega djúpt og rúnað eftirbragð. Mjúkt kaffibragð með ljúffengum ilm.
  • Dökkristuð og kraftmikil blanda með ljúffengri angan, góðri fyllingu og keim af hnetum og sortuberjum. Baunir frá Suður Ameríku og Kenya. Uppáhaldskaffi sölustjórans.
  • Baunir frá suður-, mið Ameríku og Afríku. Espresso baunirnar frá Peter Larsen hafa Espresso baunirnar frá Peter Larsen hafa af súkkulaði og sérstaklega gott með mjólkurblönduðum drykkjum. Dökkristaðar baunir.
  • Milliristað kaffi. 100% arabica blanda. Baunir frá Brasilíu, Kólumíu og eldfjallaeyjunni Jövu sem gefur blöndunni einstakt bragð. Eldfjallaaskan gefur baununum kraft og frábæra fyllingu.