Gæði & þjónusta

Kaffivélar og vatnsvélar til leigu

Kerfi er fjölskyldurekið fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á vandaða og persónulega þjónustu til viðskiptavina sinna, ásamt því að fylgjast vel með framþróun og vera samkeppnishæf á markaði.

Kaffivélar og vatnsvélar til leigu.

Með því að koma fyrir vatnskæli á aðgengilegum stað getur þú lagt þitt að mörkum til að vernda heilsu og auka vellíðan starfsmanna og gesta. Ísvatn sem er átappað hjá Kerfi er upprunnið úr Kaldárbotnum, köldustu og líklega hreinustu vatnsuppsprettu landsins. Til að Ísvatn haldi sínum einstöku gæðum og geymsluþol vatnsins verði sem best er það hreinsað með fullkomnum hreinsibúnaði fyrir átöppun. Gæði vatnsins eru því eins og þau gerast best. Við erum líka með kaffivélar og allt sem þú þarft fyrir kaffistofuna.

Við erum stolt af því að vera í hópi þeirra sem hlutu viðurkenninguna framúrskarandi fyrirtæki árið 2021 – 2025.

Kaldárbotnar vatn

Hreint vatn, fullkomin gæði

Kerfi notar eingöngu vatn úr vatnsbóli Hafnarfjarðar sem er í Kaldárbotnum. Þaðan liggur aðfærsluæð til bæjarins meðfram Kaldárselvegi um 6 km að lengd, síðan eftir stofnæðum og dreifilögnum sem flestar liggja í götum bæjarins. Fyrstu tildrög að vatnsveitu í bænum munu vera að Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar og var stofnað 1904. Í fyrstu sóttu bæjarbúar vatn í vatnskrana, sem settir voru upp víðs vegar um bæinn. Síðar var farið að leiða vatn í hús.

Kerfi er með öfluga og afkastamikla vatnslögn sem tengist beint í átöppunarvél fyrir vatnið. Vatnið er síðan margsíað, hreinsað og geislað með útfjólubláu ljósi til þess að drepa örverur ef þær eru einhverjar. NTU gildi í vatninu er vart mælanlegt sem þykir einstakt hjá vatnsveitum bæði hérlendis sem erlendis.

Vatnsveita Hafnarfjarðar sér nú um vatnsöflun og dreifingu neysluvatns í Hafnarfirði. Vatn er leitt til bæjarins frá Kaldárbotnum. Núverandi aðveituæð er frá árinu 1950 og fullnægir hún enn vatnsþörf bæjarins.

Á liðnum áratugum hafa verið boraðar fjölmargar rannsóknarborholur í nágrenni Hafnarfjarðar. Fyrstu holur voru vegna jarðhitaleitar og voru allar grunnar eða 60 – 100 m. Á síðasta áratug lét Vatnsveitan bora á sjötta tug rannsóknarhola til að kanna grunnvatn, þær dýpstu tæpa 90 m. Holurnar eru dreifðar um svæðið frá Helgafelli að Straumsvík.

Saman sterkari

Samstarfsaðilar

Við viljum heyra frá þér

Sendu skilaboð

Viltu vita meira um kaffi- og safadrykkjurnar okkar? Eða viltu panta sýnishorn fyrir fyrirtækið þitt? Skrifaðu okkur skilaboð hér fyrir neðan, við svarum fljótt!

Selhella 13, Hafnarfjörður
Kerfi Fyrirtækjaþjónusta ehf

Frá baun til bolla

Kíktu í heimsókn

Kíktu við hjá Kerfi og skoðaðu úrvalið af kaffi og safadrykkjum sem við bjóðum fyrirtækjum. Finndu þína uppáhalds bragðblöndu og fáðu innblástur fyrir næsta kaffitíma eða fund.