Kynntu þér

Teymið okkar

Guðmundur Sigurðsson
Guðmundur SigurðssonForstjóri
Guðmundur, ásamt konu sinni Sigrúnu er annar eigandi Kerfis. Hann hreinlega elskar vatn. Þess vegna vaknar hann upp á morgnanna kl 5:30 til að komast í sund.
Sigurður R Guðmundsson
Sigurður R GuðmundssonFramkvæmdastjóri
Sigurður elskar kaffi. Hann talar mikið þegar hann er búinn að drekka mikið kaffi. þess vegna er best að tala við hann fyrir hádegi nema fólk hafi drjúgan tíma. Hann er líka eigandi Kerfis ásamt Guðmundi og Sigrúnu.

Þeir sem vinna svo aðal vinnuna

Einar Jónsson
Einar JónssonSölustjóri
Einari er margt til lista lagt. Hann er sagður hella upp á besta kaffibollann í Kerfi. Hann þjálfar líka handbolta og fær sér alltaf Kerfiskaffi fyrir hvern leik. Þessvegna er hann alltaf sultuslakur og rífst aldrei við dómarann.
Kristrún Rúnarsdóttir
Kristrún RúnarsdóttirBókari / Fjármálastjóri
Kristrún elskar sveifludans og þegar hún er byrjuð stoppar hún ekki nema til að fá sér ískalt Kerfis-vatn úr Kaldárbotnum. Enda er það besta vatn í heimi….er mér sagt.
Cristian Craiu
Cristian CraiuTæknistjóri
Cristian veit fátt skemmtilegra en að veiða í Dóná. Nema kannski að veiða í Dóná með kaffi frá Kerfi. Tæknistjórinn er nefnilega mikill unnandi kaffisins okkar.
Mihai Stoca
Mihai StocaÞjónustufulltrúi
Mihai bjó á Ítalíu í 20 ár. Hann veit því hvernig góður kaffibolli á að vera. Hann elskar siglingar og veit fátt betra en að hafa góðan Kerfisbolla við höndina.
Renato Sonet Olorvida
Renato Sonet OlorvidaTæknimaður
Renato kemur frá Filippseyjum. Þær eru í hitabeltinu. Hann elskar því íslenska veðrið og vill bara ískaffi. Skilur ekkert í okkur að vera að þamba sjóðheitt kaffi.
Bogdan Dumitrel Ana Gherman
Bogdan Dumitrel Ana GhermanÞjónustufulltrúi
Bogdan er eins og margir í Kerfi, á kafi í handbolta. Hann hefur þó meira vit á honum en við hinir enda frábær dómari. Hann þarf alltaf að hafa athyglina í lagi. Fær sér þessvegna tvo tvöfalda espressóbolla fyrir hvern leik.
Mihai Valentin Craiu
Mihai Valentin CraiuÞjónustufulltrúi
Heitt ICS-kakó er í uppáhaldi hjá Mihai. Hann má líka drekka eins mikið af því og hann vill í sýningarsalnum í Kerfi. Hann er því í réttri vinnu.

Við viljum heyra frá þér

Sendu skilaboð

Viltu vita meira um kaffi- og safadrykkjurnar okkar? Eða viltu panta sýnishorn fyrir fyrirtækið þitt? Skrifaðu okkur skilaboð hér fyrir neðan, við svarum fljótt!

Selhella 13, Hafnarfjörður
Kerfi Fyrirtækjaþjónusta ehf

Frá baun til bolla

Kíktu í heimsókn

Kíktu við hjá Kerfi og skoðaðu úrvalið af kaffi og safadrykkjum sem við bjóðum fyrirtækjum. Finndu þína uppáhalds bragðblöndu og fáðu innblástur fyrir næsta kaffitíma eða fund.