Vatnskælir sem skammtar kolsýrt vatn og kalt vatn. Vélin er með svokölluðu ísbankakerfi sem skilar fyrirferðalítilli vél með hámarkskælingu. Í þessum vatnskæli er filter sem hreinsar vatnið.Skipta þarf um filter 3 sinnum á ári. Boðið er upp á þjónustusamning þar sem starfsmaður frá Kerfi kemur þegar þörf er á að skipta um filter. Vatnskælirinn er beintengdur við vatnslögn. Þessi kolsýruvatnsvél er ætluð fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Hún er ein af öflugri kolsýruvatnsvélum frá Kerfi. Hægt er að fá skáp aukalega undir vélina.
Hæð: 40cm – Breidd: 34cm – Dýpt: 54cm