• Sjálfvirk kaffivél fyrir Nespresso® hylki. Hægt er að velja um espresso, cafe lungo (stóran espresso), latte, cappuccino, macchiato og svo er hægt að stýra hversu stóran kaffibolla þú vilt fá úr einu hylki ef stærðirnar sem eru í boði henta þér ekki. Vélin er með svokallað One-Touch / High Speed Cappuccino ef fólk vill nýta þann möguleika. Vélin er hugsuð fyrir ca 40 bolla á dag og hefur rusladall fyrir 40 notuð hylki. Hún er með stóran vatnstank, 4 lítra og 2,5ltr dropabakka. Stærð: 28cm x 38cm x 48cm (Breidd x hæð x dýpt)
  • Magic er mjög vönduð og stílhrein kaffivél sem gerir mjög góðan bolla. Magic er nýjasta útspil Saeco í þessum stærðarflokki og er endurbætt útgáfa. Ýmislegt hefur verið betrumbætt í þessari  árgerð. Stór snertiskjár, margar uppskriftir og neytendavænn hugbúnaður. Vélin hefur „A class“ orkuvottun. Magic er sjálfvirk espresso kaffivél. Þú þrýstir á einn hnapp og færð nýmalað kaffi beint í bollann. Hægt er að velja um mismunandi styrkleika á kaffinu. Hægt er að fá heitt vatn úr vélinni. Vélin hefur stóran 4l. vatnstank sem lyft er af með einu handtaki. Korgskúffan tekur 30 "kökur" og hægt er að nota frá 8,5-15gr af kaffi í hvern bolla. Hæð: 47cm – Breidd: 28cm, – Dýpt: 48cm Ath. engin skuldbinding um lágmarkskaup á kaffi en kaffið er verslað hjá Kerfi.
  • Sjálfvirk espressó kaffivél sem býður líka upp á blandaða kaffidrykki. T.d. latte, cappuccino, espressochoc, (swissmocca). Þessi vél getur gert espressóbolla sem jafnast á við það besta á kaffihúsum landsins. Hægt að fá hana með skáp sem getur aukið við korgruslatunnuna. Hún er beintengd við vatn. Hægt að fá kakó, espressó og allt að 10 drykki. 1kg baunahólf og stórt kakóhólf. (b x h x d) 393 x 695 x 508 mm Hægt að fá hana með skáp sem getur aukið við korgruslatunnuna og stækkað dropabakkann.
  • images Vatnskælir sem skammtar kalt vatn (A) eða kalt og heitt (H). Vélin er með svokölluðu ísbankakerfi sem skilar fyrirferðalítilli vél með hámarkskælingu. Í þessum vatnskæli er filter sem hreinsar vatnið.Skipta þarf um filter 3 sinnum á ári. Boðið er upp á þjónustusamning þar sem starfsmaður frá Kerfi kemur þegar þörf er á að skipta um filter. Vatnskælirinn er beintengdur við vatnslögn. Hæð: 40cm - Breidd: 28cm - Dýpt: 52cm  
  • Gran Crema er mjög vönduð og stílhrein kaffivél sem gerir mjög góðan bolla. Crema er arftaki Royal Digital vélarinnar og er endurbætt útgáfa hennar. Ýmislegt hefur verið betrumbætt í þessari 2015 árgerð. Vert er að nefna að Crema hefur „A class“ orkuvottun. Sjálfvirk espresso kaffivél. Þú þrýstir á einn hnapp og færð nýmalað kaffi beint í bollann. Hægt er að velja um mismunandi styrkleika á kaffinu. Á vélinni er sjálfvirkur flóunarstútur. Hægt er að fá heitt vatn úr vélinni. Vélin hefur 2,2l. vatnstank sem lyft er af með einu handtaki. Hæð: 40cm – Breidd: 30cm, – Dýpt: 40cm Ath. engin skuldbinding um lágmarkskaup á kaffi en kaffið er verslað hjá Kerfi.
  • images Vatnskælir sem skammtar kolsýrt vatn og kalt vatn. Vélin er með svokölluðu ísbankakerfi sem skilar fyrirferðalítilli vél með hámarkskælingu. Í þessum vatnskæli er filter sem hreinsar vatnið.Skipta þarf um filter 3 sinnum á ári. Boðið er upp á þjónustusamning þar sem starfsmaður frá Kerfi kemur þegar þörf er á að skipta um filter. Vatnskælirinn er beintengdur við vatnslögn. Hæð: 40cm - Breidd: 28cm - Dýpt: 52cm  
  • Aulika Sjálfvirk espresso kaffivél. Þú þrýstir á einn hnapp og færð nýmalað kaffi beint í bollann. Hægt er að velja um mismunandi styrkleika á kaffinu og svo gefur hún frábæran cappuccino- og lattekaffibolla Hægt er að fá heitt vatn úr vélinni. Vélin hefur 4ltr. vatnstank sem lyft er af með einu handtaki. Það er líka hægt að beintengja hana við vatn. Öflug vél sem gerir flott kaffi. Getur gert 2 bolla í einu. 1kg baunahólf 1ltr dropahólf Ath. engin skuldbinding um lágmarkskaup á kaffi en kaffið er verslað hjá Kerfi. Smelltu hér til að sjá video b x h x d) 334 x 574 x 452 mm
  • Sjálfvirk espresso kaffivél. Þú þrýstir á einn hnapp og færð nýmalað kaffi beint í bollann. Hægt er að velja um mismunandi styrkleika á kaffinu og svo gefur hún frábæran cappuccino- og lattekaffibolla Hægt er að fá heitt vatn úr vélinni. Vélin hefur 4ltr. vatnstank sem lyft er af með einu handtaki. Það er líka hægt að beintengja hana við vatn. Öflug vél sem gerir flott kaffi. Getur gert 2 bolla í einu. 1kg baunahólf 1ltr dropahólf Ath. engin skuldbinding um lágmarkskaup á kaffi en kaffið er verslað hjá Kerfi. b x h x d) 334 x 574 x 452 mm
  • images Avant er tæknilega háþróaðasti vatnsbrúsakælirinn hvað varðar hreinlæti, vinnuvistfræði og hönnun! Sérfræðingar Cosmetal hafa náð þessum árangri eftir stöðugar rannsóknir. Avant Vatnsbrúsakælirinn er öruggur, áreiðanlegur, auðveldur í notkun og viðhaldi.
  • images Vatnskælir sem skammtar bæði kalt og heitt vatn. Tilvalið fyrir kaffi, te eða bollasúpur. Mjög einfalt í uppsetningu þar sem aðeins þarf að setja vatnskælinn í samband við rafmagn. Á vatnskælinn er settur 19 lítra vatnsbrúsi sem inniheldur hreint og tært vatn úr Kaldárbotnum, átappað af Kerfi. Boðið er upp á þjónustusamning þar sem starfsmaður frá Kerfi kemur reglulega og sér um að ávallt sé nægjanlegt vatn til staðar. Hæð: 111cm - Breidd: 34cm - Dýpt: 35cm
  • Sjálfvirk espresso kaffivél. Þú þrýstir á einn hnapp og færð nýmalað kaffi beint í bollann. Hægt er að velja um mismunandi styrkleika á kaffinu. Á vélinni er sjálfvirkur flóunarstútur. Hægt er að fá heitt vatn úr vélinni. Vélin hefur 2,2l. vatnstank sem lyft er af með einu handtaki. Hæð: 40cm – Breidd: 30cm, – Dýpt: 40cm Ath. engin skuldbinding um lágmarkskaup á kaffi en kaffið er verslað hjá Kerfi.